banner
   lau 14. janúar 2023 22:40
Brynjar Ingi Erluson
Reykjavíkurmót kvenna: Ólöf Sigríður fór hamförum gegn ÍR
Ólöf Sigríður skoraði fjögur fyrir Þrótt
Ólöf Sigríður skoraði fjögur fyrir Þrótt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 7 - 0 ÍR
1-0 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('2 )
2-0 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('48 )
3-0 Freyja Karín Þorvarðarsdóttir ('51 )
4-0 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('53 )
5-0 Linda Líf Boama ('66 )
6-0 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('69 )
7-0 Linda Líf Boama ('85 )

Ríkjandi Reykjavíkurmeistarar Þróttar kjöldrógu ÍR, 7-0, í fyrsta leik liðanna í mótinu í dag. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir var allt í öllu en hún skoraði fjögur mörk fyrir Þróttara.

Ólöf skoraði fyrsta mark sitt á 2. mínútu áður en hún bætti við öðru í byrjun síðari hálfleiks.

Freyja Karín Þorvarðardóttir gerði þriðja marka Þróttara áður en Ólöf fullkomnaði þrennu sína tveimur mínútum síðar.

Linda Líf Boama kom inn af bekknum og skoraði sjö mínútum síðar eða á 66. mínútu og þremur mínútum síðar kom fjórða mark Ólafar.

Sjöunda markið kom svo fimm mínútum fyrir lok leiksins og var það Linda Líf sem gerði það. Góð byrjun hjá Þrótturum sem gera sér vonir um að verja titilinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner