Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 13:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá Fylki til Lyngby
Michael John Kingdon.
Michael John Kingdon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Michael John Kingdon hefur verið ráðinn til danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby.

Hann hefur verið ráðinn sem leikgreinandi hjá Lyngby og mun starfa í kringum unglinga- og aðallið félagsins.

Michael hefur síðustu ár starfað hjá Fylki sem leikgreinandi og þjálfari. Hann starfaði sem leikgreinandi meistaraflokks og þjálfari 2. flokk karla hjá Árbæjarfélaginu.

Hann hefur einnig leikgreint fyrir yngri landslið Íslands.

Michael er 26 ára og er með UEFA A þjálfaragráðuna. Félög í Bestu deildinni sýndu honum áhuga en hann tekur núna skrefið til Danmerkur.

Lyngby hefur á síðustu árum verið mikið Íslendingafélag en Sævar Atli Magnússon er á meðal leikmanna liðsins og þá starfar Vigfús Arnar Jósepsson sem njósnari fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner