Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 14. febrúar 2021 19:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta: Horfi mjög mikið á Leeds og veit hversu erfiðir þeir eru
„Ég er mjög ánægður því ég horfi mjög mikið á Leeds og ég veit hversu erfiðir þeir eru," sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, eftir 4-2 sigur gegn Leeds á heimavelli.

„Þeir eru með frábært lið og sýndu það í leiknum. Þeir sýndu mikinn karakter þegar þeir lentu 4-0 undir og gerðu okkur erfitt fyrir."

Arsenal leiddi 3-0 í hálfleik og Arteta lét sína menn vita að leikurinn væri ekki búinn þó staðan væri þannig. „Ég sagði við þá í hálfleik að staðan væri 0-0. Við fengum mark á okkur úr föstu leikatriði og þeir skoruðu svo annað. Orkan í þeirra liði er ótrúleg og það er erfitt að halda í við þá."

Pierre-Emerick Aubameyang skoraði þrennu í dag en hann hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu „Við höfum saknað marka Aubameyang og hans upp á sitt besta. Hann hefur verið að æfa vel eftir að hafa þurft að takast á við fjölskylduvandamál. Hann sneri upp á ökklann en verður vonandi tilbúinn á fimmtudaginn."

Norðmaðurinn Martin Ödegaard byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Arsenal og Arteta var ánægður með frammistöðu hans. Arsenal er í tíunda sæti eftir þennan sigur.
Athugasemdir
banner
banner