Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   mið 14. febrúar 2024 09:50
Elvar Geir Magnússon
Albert orðaður við ensku úrvalsdeildina - Man Utd og Tottenham vilja Branthwaite
Powerade
Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson
Mynd: EPA
Jarrad Branthwaite varnarmaður Everton.
Jarrad Branthwaite varnarmaður Everton.
Mynd: Getty Images
Þolinmæðin á þrotum?
Þolinmæðin á þrotum?
Mynd: EPA
Barcelona hefur ekki efni á De Zerbi.
Barcelona hefur ekki efni á De Zerbi.
Mynd: EPA
Albert, Gallagher, Toney, David, Branthwaite, Havertz, Mudryk og fleiri í slúðurpakka dagsins í boði Powerade. BBC tók saman allar helstu sögurnar sem eru í gangi í ensku götublöðunum og víðar.

Newcastle hefur blandað sér í kapphlaupið um íslenska sóknarleikmanninn Albert Guðmundsson (26) hjá Genoa. West Ham er meðal félaga sem vilja fá hann. (Gazzetta dello Sport)

Tottenham mun gera tilboð í Conor Gallagher (24) í sumar ef enski miðjumaðurinn framlengir ekki við Chelsea. Samningur hans rennur út í lok næsta tímabils. (Telegraph)

Newcastle United og Arsenal fylgjast með gangi mála hjá Ivan Toney (27) en viðræður hans við Brentford um nýjan samning hafa siglt í strand. (TeamTalk)

Brentford hefur áhuga á að fá kanadíska sóknarmanninn Jonathan David (24) frá Lille til að fylla skarð Toney ef hann yfirgefur félagið í sumar. (Football Transfers)

Manchester United og Tottenham vilja fá Jarrad Branthwaite (21) frá Everton. Chelsea, Arsenal og Real Madrid hafa öll sent fyrirspurnir varðandi miðvörðinn unga. (Mail)

Argentínski miðjumaðurinn Enzo Fernandez (23) hefur blásið á vangaveltur um að hann vilji yfirgefa Chelsea og segist virkilega ánægður á Stamford Bridge. (ESPN)

Manchester City hefur komist að samkomulagi um brasilíska vængmanninn Savio (19) sem er hjá Girona á láni frá Troyes. (Fabrizio Romano)

Arsenal er að missa þolinmæðina gagnvart þýska miðjumanninum Kai Havertz (24) og íhugar að selja hann í sumar. (Fichajes)

Bayern München sendi fyrirspurn varðandi Mykhailo Mudryk (23) í janúar og vildi fá hann lánaðan en Chelsea hafði ekki hug á því að hleypa úkraínska vængmanninum frá sér. (Fabrizio Romano)

Manchester United vill fá Dan Asworth íþróttastjóra Newcastle til að koma í stað John Murtough sem mun líklega hætta sem yfirmaður fótboltamála þegar 25% kaup Sir Jim Ratcliffe í félaginu eru frágengin. (The i)

Thomas Tuchel stjóri Bayern München er meðal nafna á blaði hjá Barcelona sem leitar að nýjum stjóra í stað Xavi sem mun hætta eftir tímabilið. (Sport)

Umboðsmenn Kylian Mbappe (25) settu sig í samband við Liverpool um möguleg félagaskipti á síðasta ári en félagið vill ekki eyðileggja fjárhagsáætlanir sínar til að fá franska framherjann. (Independent)

Barcelona hefur ekki efni á að ráða Roberto De Zerbi hjá Brighton sem nýjan stjóra þar sem það mun kosta töluvert að sækja hann. (Matteo Moretto)

Umboðsmaður portúgalska hægri bakvarðarins Joao Cancelo (29) er að vinna að samkomulagi um að hann verði áfram hjá Barcelona á næsta tímabili, lánssamningurinn við Manchester City er til sumars. (Mundo Deportivo)

Toni Kroos (34) miðjumaður Real Madrid útilokar að fara aftur til Bayern München en ýjar að því að hann gæti gefið kost á sér í þýska landsliðið að nýju. (90min)
Athugasemdir