Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 22:10
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Þægilegt fyrir Val og Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru þrír leikir fram í Lengjubikar kvenna í kvöld, þar sem Valur og Breiðablik skópu örugga sigra gegn Fylki og Stjörnunni.

Valur sigraði 4-1 gegn Fylki þar sem Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, Jasmín Erla Ingadóttir, Natasha Moraa Anasi og Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir skiptu mörkunum á milli sín. Valur er þá með sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar en Fylkir er án stiga.

Breiðablik vann þá 5-1 stórsigur á Stjörnunni þar sem Agla María Albertsdóttir var atkvæðamest með tvennu. Blikar eru með níu stig eftir þrjár umferðir á meðan Stjarnan er án stiga eftir tvo leiki.

Víkingur R. gerði að lokum 1-1 jafntefli við FH eftir að hafa lent undir í seinni hálfleik. Hulda Ösp Ágústsdóttir jafnaði fyrir Víking undir lokin. Bæði lið eiga fjögur stig en Víkingur er með leik til góða á FH.

Valur 4 - 1 Fylkir
1-0 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('4 )
2-0 Jasmín Erla Ingadóttir ('20 )
3-0 Natasha Moraa Anasi ('30 )
4-0 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('48 )
4-1 Kolfinna Baldursdóttir ('52 )

Víkingur R. 1 - 1 FH
0-1 Thelma Karen Pálmadóttir ('67 )
1-1 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('90 )

Breiðablik 5 - 1 Stjarnan
0-1 Jessica Ayers ('5)
1-0 Líf Joostdóttir van Bemmel ('8 )
2-0 Birta Georgsdóttir ('14 )
3-0 Agla María Albertsdóttir ('51 )
4-0 Agla María Albertsdóttir ('65 )
5-0 Andrea Rut Bjarnadóttir ('72 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner