Franska landsliðið hefur leik í útsláttakeppni Þjóðadeildarinnar í mars þegar liðið mætir Króatíu í tveimur leikjum í átta liða úrslitunum.
Kylian Mbappe var ekki valinn í leikmannahóp landsliðsins af Didier Deschamps í nóvember eftir að hann hafnaði sæti í hópnum í október vegna meiðsla.
Það var mikið rætt og ritað um þetta og Deschamps og Mbappe höfðu sitthvora söguna að segja. Þeir virðast hafa rætt málin því Deschamps hefur staðfest að hann muni koma til greina í hópinn í næsta mánuði.
Það má svo sannarlega gera ráð fyrir því að hann verði í hópnum þar sem hann hefur verið að gera góða hluti að undanförnu í búningi Real Madrid. Hann hefur skorað 23 mörk í 35 leikjum auk þess að hafa lagt upp þrjú mörk.
Athugasemdir