Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 13:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Gerrard myndi stökkva á tækifærið
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard myndi „hoppa á tækifærið" að stýra Blackburn Rovers.

Þetta er mat fyrrum liðsfélaga hans hjá Liverpool, Danny Murphy.

Gerrard er þessa stundina án starfs en hann stýrði síðast Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu. Hann gerði ekki merkilega hluti þar en áður var hann stjóri Rangers í Skotlandi og Aston Villa á Englandi.

Starfið hjá Blackburn er laust eftir að John Eustace hætti þar til að taka við Derby County. Murphy lék með Blackburn á ferli sínum og hann sér fyrir sér að Gerrard taki við liðinu.

„Ég get virkilega séð Steven fyrir mér hjá Blackburn. Og ég held að hann myndi stökkva á tækifærið ef honum yrði boðið starfið," segir Murphy.

Gerrard er ekki líklegastur til að taka við starfinu samkvæmt veðbönkum en þar hefur Lee Carsley, þjálfari enska U21 landsliðsins, verið efstur. Blackburn er sem stendur í umspilssæti í Championship-deildinni og er að berjast um að komast upp um deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner