Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 14. mars 2021 11:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndi setja Gylfa á vítapunktinn ef lífið lægi við - Gerir gæfumuninn
Gylfi er að eiga mjög gott tímabil.
Gylfi er að eiga mjög gott tímabil.
Mynd: Getty Images
Gylfi hefur oft verið með fyrirliðaband Everton á tímabilinu.
Gylfi hefur oft verið með fyrirliðaband Everton á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Brian McDermott.
Brian McDermott.
Mynd: Getty Images
James Rodriguez og Gylfi.
James Rodriguez og Gylfi.
Mynd: Getty Images
Lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson er að eiga virkilega flott tímabil með Everton eftir að hafa átt erfitt uppdráttar á síðasta tímabili.

Það óttustuðu einhverjir að Gylfi yrði í algjöru aukahlutverki eftir að Everton fjárfesti í miðjumönnunum Abdoulaye Doucoure, Allan og James Rodriguez. Það hefur hins vegar ekki verið raunin; Gylfi hefur stigið upp og reynst mikilvægur í liði Carlo Ancelotti.

Fjallað er um Gylfa hjá The Athletic og þar er skrifað að hann sé búinn að fá endurnýjun lífdaga í stöðunni fyrir aftan framherjann, þar sem honum líður best.

Rætt er við tvo fyrrum þjálfara Gylfa en þeir segja hann báðir vera mikinn fagmann.

Brian McDermott, fyrrum þjálfari Gylfa, telur að Íslendingurinn hafi bjargað starfi hans hjá Reading á sínum tíma þegar hann skoraði á síðustu mínútu í bikarleik gegn Liverpool árið 2010.

„Ef ég mætti velja hvern sem er til að taka vítaspyrnu upp á líf mitt, þá myndi ég velja Gylfa," segir McDermott.

Gylfi gerir gæfumuninn. Hann er ekki alltaf elskaður af stuðningsmönnum Everton enda er hann dýrasti leikmaður í sögu Everton og miklar kröfur gerðar til hans. Hann hefur samt alltaf haft stuðning frá liðsfélögum sínum og knattspyrnustjórum sem vita hversu mikla vinnu Gylfi leggur á sig.

Gylfi er búinn að byrja 22 leiki á tímabilinu, skora sex mörk og leggja upp níu. James Rodriguez, sem var fenginn frá Real Madrid fyrir tímabilið og spilar í sömu stöðu og Gylfi, er búinn að skora fimm og leggja upp átta í 19 byrjunarliðsleikjum. Báðir eru búnir að byrja 16 úrvalsdeildarleiki.

„Gylfi kom og vann vinnuna sína og fór svo heim. Hann var fyrirmynd. Hann velti öllum steinum. Við urðum stundum að draga hann af æfingasvæðinu því hann var alltaf að æfa aukaspyrnur lengi fyrir leiki," segir McDermott.

„Hann og Ian Harte eru bestu spyrnumenn sem ég hef séð. Þeir æfðu, æfðu og æfðu. Tæknilega séð er hann ótrúlegur og hann getur sett boltann nákvæmlega þangað sem þú vilt fá hann."

„Hann spilaði úti á kanti hjá Brendan (Rodgers) en þegar ég fékk starfið sem bráðabirgðastjóri (hjá Reading) þá tók ég hann út af í fyrsta leik. Pabbi hans var ekki sáttur og sagði við mig: 'Brian, þú tekur ekki markaskorara af vellinum'. Við gerðum 1-1 jafntefli við Bristol City. Það var erfitt þegar við seldum hann. Við þurftum á peningnum að halda og hann var seldur til Hoffenheim. Pabbi hans kom inn á hótel og ég sagði við hann: 'Ég tók hann aldrei aftur út af."

„Hann skoraði og bjó til svo mörg mörk fyrir mig. Ég spilaði honum í tíunni og það hentaði honum fullkomlega. Hann gat spilað út á kanti líka en hann var hættulegastur í holunni."

„Hann öskrar ekki mikið. Hann leiðir með fordæmi. Hann hegðar sér eins og fyrirliði á æfingasvæðinu. Ég veit ekki hvað hann ætlar að gera þegar hann leggur skóna á hilluna en hann hugsar mikið og er gáfaður einstaklingur. Hann á mikið eftir af ferlinum því hann hugsar svo vel um sig," sagði McDermott en Ancelotti, núverandi stjóri Gylfa, hefur talað um það að Gylfi gæti orðið knattspyrnustjóri í framtíðinni.

Nigel Gibb þjálfaði Gylfa hjá Reading og Swansea. „Það getur verið svolítið einhæft þegar þú ert að vinna í sendingaræfingar með yngri leikmönnum en Gylfi lagði allt í þær á öllum æfingum. Hann vissi hvað það var mikilvægt að byggja upp vöðvaminni. Þessir litlu hlutir skipta miklu máli og ég bendi alltaf á hann þegar ég er að vinna með fótboltamönnum."

Gibb segir að Gylfi geri allt til að ná árangri og hann sé draumur þjálfarans.

Fram kemur hjá The Athletic að margir liðsfélagar Gylfa telji hann vera þann sem leggur mest á sig í leikmannahópnum. Hann gerir það sem hann þarf, og meira til, til að ná árangri. Þrátt fyrir það er hann oftast notaður sem blóraböggull hjá stuðningsmönnum Everton.

„Á Íslandi telur fólk að Everton sé ekki nægilega stórt félag fyrir Gylfa. Það vill sjá hann í Meistaradeildinni. Ég verð að útskýra fyrir fólki að stuðningsmenn Everton vilja sjá menn tækla og vinna skallabolta. Gylfi hefur aldrei verið mikið fyrir að dýfa sér í tæklingar. Hann vinnur ekki skallabolta. Hann er hávaxinn en hræðilegur í loftinu," sagði Hjörvar Hafliðason, Dr Football, við The Athletic.

„Það er stundum eins og hann sé rólegur, líkamstjáning hans er þannig, en það er ekki það að honum sé sama. Hann hefur þaggað niður í gagnrýnisröddunum oft og mörgum sinnum."

Samningur Gylfa rennur út sumarið 2022. Everton ætlar hins vegar að bjóða honum nýjan samning.

Samningaviðræður munu ekki trufla Gylfa, manninn sem þú vilt á vítapunktinum þegar það skiptir máli.
Athugasemdir
banner
banner
banner