Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 14. mars 2023 11:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Marley Blair aftur í Keflavík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tilkynnti í dag að Marley Blair, sem lék með liðinu sumarið 2021, sé kominn aftur til félagsins.

Marley lék ekki með Keflavík í fyrra, yfirgaf óvænt félagið í mars. „Marley Blair hefur kvatt okkur í bili og hefur nú þegar haldið heim til Englands. Ástæður fyrir brotthvarfi Marley eru persónulegar. Við vonum innilega að Marley komi aftur þegar á líður," sagði í tilkynningu Keflavíkur. Hann er eins og fyrr segir kominn aftur.

„Marley hitti hópinn í æfingaferðinni og hefur æft vel með þeim þar. Marley missti því miður af síðasta tímabili og erum við spennt að sjá hann aftur hjá okkur," segir í tilkynningu Keflavíkur í dag.

Hann var í yngri liðum Burnley og Liverpool á sínum tíma. Tímabilið 2021 kom hann við sögu í tólf deildarleikjum og skoraði eitt mark, en hann glímdi við meiðsli sem héldu honum utan vallar hluta af mótinu.

Marley er sjöundi leikmaðurinn sem Keflavík fær í vetur. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, sagði í viðtali fyrir helgi að hann vonaðist til þess að tveir leikmenn myndu semja við félagið í æfingaferðinni.

Komnir
Daníel Gylfason frá Kórdrengjum
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson frá Kórdrengjum
Jordan Smylie frá Ástralíu
Marley Blair
Mathias Rosenörn frá KÍ Klaksvík
Sami Kamel frá Noregi
Viktor Andri Hafþórsson frá Fjölni

Farnir
Adam Ægir Pálsson í Val (var á láni frá Víkingi)
Dani Hatakka í FH
Ingimundur Aron Guðnason hættur
Joey Gibbs í Stjörnuna
Kian Williams til Kanada
Patrik Johannesen í Breiðablik
Rúnar Þór Sigurgeirsson til Öster
Sindri Kristinn Ólafsson til FH
Adam Árni Róbertsson í Þrótt Vogum
Athugasemdir
banner