Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 14. mars 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: KSÍ 
Skráningu í fyrsta umboðsmannaprófið lýkur á morgun
Bjarki Gunnlaugsson mun væntanlega vera á meðal þátttakenda í umboðsmannaprófinu.
Bjarki Gunnlaugsson mun væntanlega vera á meðal þátttakenda í umboðsmannaprófinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FIFA birti nýja reglugerð fyrr á árinu er varðar umboðsmenn í knattspyrnu. Héðan í frá munu árleg skráningargjöld allra umboðsmanna á heimsvísu renna til FIFA, sem sér um að halda utan um alla skráða umboðsmenn í heimi.


Umboðsmenn þurfa því að stofna aðgang á sérstöku FIFA kerfi og hlaða upp öllum upplýsingum. Fyrst þurfa þeir þó að standast sérstakt umboðsmannapróf og rennur skráningarfrestur í það út á morgun, miðvikudaginn 15. mars. Til að skrá sig í prófið þarf að stofna aðgang inn á FIFA kerfinu.

Prófið sjálft fer fram í höfuðstöðvum KSÍ miðvikudagin 19. apríl.

Skrifstofa KSÍ mun innheimta próftökugjald að upphæð kr. 26.500,- sem þarf að greiða áður en próf eru þreytt.

Frekari gögn til skýringa eru aðgengileg inn á nýju skráningarkerfi FIFA, ásamt lesefni fyrir prófið.

Tengiliður hjá KSÍ vegna skráningar umboðsmanna og töku umboðsmannaprófs er Fannar Helgi Rúnarsson ([email protected]).


Athugasemdir
banner
banner
banner