Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   fös 14. mars 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Keflavík bauð í Adam Árna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net lagt fram tilboð í Adam Árna Róbertsson sem er leikmaður Grindavíkur.

Adam Árni er 26 ára sóknarmaður sem lék fyrst með Keflavík í 2. flokki og hóf meistaraflokksferil sinn þar árið 2017. Hann lék með liðinu út tímabilið 2022 og skipti þá í Þrótt Vogum.

Fyrir síðasta tímabil samdi hann við Grindavík, varð fyrir því óláni að kjálkabrotna í byrjun móts en var fljótur að ná sér og spilaði 16 leiki um sumarið. Í þeim leikjum skoraði hann þrjú mörk.

Núna vill Keflavík fá hann aftur til sín en Adam er samningsbundinn Grindavík út tímabilið 2026.

Stefnan hjá Keflavík er að fara upp úr Lengjudeildinni í sumar. Félagið keypti markmannsins Sindra Kristin Ólafsson frá FH í gær í kjölfar meiðsla Ásgeirs Orra Magnússonar.
Athugasemdir
banner
banner