mið 14. apríl 2021 21:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guardiola náði að aflétta Meistaradeildar bölvuninni
Mynd: EPA
Pep Guardiola er í fyrsta skiptið kominn í undanúrslit sem stjóri Manchester City.

Manchester City vann í kvöld 1-2 útisigur á Dortmund í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar og samanlagt vannst einvígið 4-2.

Guardiola hafði síðustu þrjú tímabil fallið úr leik í 8-liða úrslitum. Gegn Lyon í fyrra, gegn Tottenham árið þar áður og gegn Liverpool árið 2018. Þá féll hann úr leik gegn Mónakó árið 2017 í 16-liða úrslitum.

Guardiola mætir með sýna lærisveina gegn PSG í undanúrslitum keppninnar.

Mauricio Pochettino, stjóri PSG, var stjóri Tottenham þegar liðið sló City út vorið 2019. Það er í síðasta skiptið sem Guardiola féll úr leik eftir tveggja leikja einvígi því einungis einn leikur fór fram gegn Lyon í fyrra.



Athugasemdir
banner
banner