Pep Guardiola er í fyrsta skiptið kominn í undanúrslit sem stjóri Manchester City.
Manchester City vann í kvöld 1-2 útisigur á Dortmund í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar og samanlagt vannst einvígið 4-2.
Manchester City vann í kvöld 1-2 útisigur á Dortmund í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar og samanlagt vannst einvígið 4-2.
Guardiola hafði síðustu þrjú tímabil fallið úr leik í 8-liða úrslitum. Gegn Lyon í fyrra, gegn Tottenham árið þar áður og gegn Liverpool árið 2018. Þá féll hann úr leik gegn Mónakó árið 2017 í 16-liða úrslitum.
Guardiola mætir með sýna lærisveina gegn PSG í undanúrslitum keppninnar.
Mauricio Pochettino, stjóri PSG, var stjóri Tottenham þegar liðið sló City út vorið 2019. Það er í síðasta skiptið sem Guardiola féll úr leik eftir tveggja leikja einvígi því einungis einn leikur fór fram gegn Lyon í fyrra.
2016/17: Knocked out in R16 ❌
— Football on BT Sport (@btsportfootball) April 14, 2021
2017/18: Knocked out in QFs ❌
2018/19: Knocked out in QFs ❌
2019/20: Knocked out in QFs ❌
2020/21: Through to SFs ✅
Pep Guardiola's Man City break their #UCL curse! 🏆 pic.twitter.com/qvJxsTo9D8
Pep Guardiola has reached the CL semis for the first time with Manchester City, and first time since 2015-16 when at Bayern Munich.
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) April 14, 2021
PSG's Mauricio Pochettino was the last manager to win a *2-legged* European tie v Guardiola, with Tottenham in 2018-19 👀 pic.twitter.com/B4v5Tl0YWq
Athugasemdir