Leikur Udinese og Roma í Seríu A á Ítalíu var flautaður af eftir að franski varnarmaðurinn Evan Ndicka hneig niður í grasið.
Staðan í leiknum var 1-1. Roberto Pereyra skoraði fyrir Udinese á 23. mínútu áður en Romelu Lukaku jafnaði þegar tæpur hálftími var eftir.
Þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir hneig Evan Ndicka, leikmaður Roma, niður í grasið.
Sjúkraliðar voru fljótir inn á völlinn að huga að Ndicka sem var síðan færður á spítala.
Leikurinn var flautaður af þar sem leikmenn treystu sér ekki til að halda leik áfram.
Líðan Ndicka er góð. Hann er kominn til meðvitundar og mun nú gangast undir frekari rannsóknir til að finna út hvað orsakaði það að hann missti meðvitund.
???? AS Roma defender Evan Ndicka is currently safe and out of danger after his heart scare.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 14, 2024
He’s feeling well and in good spirits.
Ndicka collapsed on the pitch against Udinese but he’s now conscious, with the squad set to return to Roma shortly.
Thoughts with Evan! ?? pic.twitter.com/NkDUgsOnOo
Athugasemdir