Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   mán 14. apríl 2025 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Ekki öruggt að Vinicius Jr verði áfram hjá Real Madrid - „Þeir eru meðvitaðir um þann möguleika“
Mynd: EPA
Ekki er hægt að útiloka þann möguleika að brasilíski sóknarmaðurinn Vinicius Jr fari frá Real Madrid í sumar og gangi í raðir félags í Sádi-Arabíu. Þetta segir þýski blaðamaðurinn Florian Plettenberg.

Plettenberg segir að eftir samtöl við marga stjórnarmenn og umboðsmenn í þýsku deildinni og víðar að þeir séu meðvitaðir um þann möguleika að Vinicius gæti farið frá Madrídingum.

Spænskir fjölmiðlar segja allt aðra sögu. Þeir segja hann vera nálægt því að framlengja samning sinn við Real Madrid og að það verði líklega tilkynnt þegar nær dregur sumri.

Stjórnarmenn sádi-arabísku deildarinnar eru áfram bjartsýnir á að geta sannfært Vinicius um að koma sem yrði langstærstu félagaskipti í sögu deildarinnar.

Talað er um upphæðir sem hafa ekki áður sést í fótbolta, bæði þegar það kemur að verðmiða og launapakka.

Erling Braut Haaland, framherji Manchester City, verður aðalskotmark Madrídinga fari svo að Vinicius yfirgefi félagið í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner