Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   mán 14. apríl 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hver einasti maður í Vestmannaeyjum veit hversu öflugur leikmaður þetta er"
Tomic, eða Tomke, í leiknum í gær.
Tomic, eða Tomke, í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sýndir góða frammistöðu í gær.
Sýndir góða frammistöðu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milan Tomic átti góðan leik inn á miðju Eyjamanna þegar þeir heimsóttu Aftureldingu í Mosfellsbæ í gær. Leikurinn var liður í 2. umferð Bestu deildarinnar og var Tomic á meðal bestu manna vallarins í leiknum.

Tomic er 25 ára Serbi, tiltölulega hávaxinn varnarsinnaður miðjumaður sem kom frá Serbíu í vetur. Hann er uppalinn hjá Red Star í heimalandinu. Í lok leiks fékk lentu hann og Axel Óskar Andrésson, leikmaður Aftureldingar, í samstuði og fékk Tomic skurð á ennið. Tomic fékk aðhlynningu, var vafinn um höfuðið en gat svo rölt sjálfur af velli.

Fótbolti.net ræddi við Þorlák Árnason, þjálfara ÍBV, um Tomic.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  0 ÍBV

„Það þurfti að sauma hann þegar við komum heim í nótt, fékk skurð á ennið og þurfti að sauma nokkur spor. Ég held og vona að það verði engir eftirmálar," segir Láki.

„Hann var frábær í leiknum, hann er frábær leikmaður og það vita það allir í Vestmannaeyjum."

„Tomke er alinn upp hjá Rauðu Stjörnunni og það sést mjög vel að hann er alinn upp hjá stórum klúbbi. Það sem hefur kannski háð honum í vetur er að við höfum verið að nota hann í miðverði líka á milli, því það hafa verið meiðslavandræði í vetur. Hver einasti maður í Vestmannaeyjum veit hversu öflugur leikmaður þetta er og í gær fór maður að heyra það líka frá fólki fyrir utan."

„Hann er held ég allt sem allir eru að leita að í sexu, er með hæð, vinnur skallabolta og návígi á jörðinni. Svo er hann mjög góður spilari. Það er eins með hann og t.d. Rodri í KA, leikmaður sem erfitt er að finna. Þess vegna er hann strax orðinn gríðarlega dýrmætur fyrir ÍBV. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum með frábæran leikmann,"
segir Láki.

Hann segist búast við því að geta notað Tomic gegn Víkingi í bikarnum á fimmtudag.

„Hann fékk ekki heilahristing eða neitt svoleiðis. Eins og staðan er í dag, á reikna ég með honum, en við erum ekki að fara taka áhættu ef það koma einhver eftirköst. Við metum stöðuna í dag og á morgun og förum varlega," segir Láki.
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
Athugasemdir
banner