PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
banner
   mán 14. apríl 2025 20:41
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: McTominay og Lukaku allt í öllu hjá Napoli
Scott McTominay og Romelu Lukaku voru á eldi gegn Empoli
Scott McTominay og Romelu Lukaku voru á eldi gegn Empoli
Mynd: EPA
Napoli 3 - 0 Empoli
1-0 Scott McTominay ('18 )
2-0 Romelu Lukaku ('56 )
3-0 Scott McTominay ('61 )

Fyrrum United-mennirnir Scott McTominay og Romelu Lukaku sáu um að sækja öll stigin fyrir Napoli í 3-0 sigrinum á Empoli í Seríu A á Ítalíu í kvöld.

Ekkert gengur hjá Manchester United þessa dagana, en McTominay og Lukaku, sem spiluðu báðir með félaginu, hafa verið að gera það gott í ítalska boltanum.

Þeir voru sjóðandi heitir gegn Empoli í kvöld. McTominay skoraði á 18. mínútu. Lukaku var eins og svampur með boltann, dró varnarmenn Empoli í sig áður en hann fann McTominay í hlaupinu sem skoraði með laglegu skoti fyrir utan teig.

Lukaku bætti við öðru á 56. mínútu með hnitmiðuðu skoti eftir sendingu Mathias Olivera inn á teiginn og fimm mínútum síðar gerði McTominay annað mark sitt með skalla eftir fyrirgjöf Lukaku.

Þægilegt hjá Napoli sem er áfram í titilbaráttunni en liðið er með 68 stig í öðru sæti, þremur stigum frá Inter.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 14 10 1 3 22 12 +10 31
2 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
3 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Bologna 14 7 4 3 23 12 +11 25
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 14 6 5 3 18 14 +4 23
8 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
9 Cremonese 14 5 5 4 18 17 +1 20
10 Lazio 14 5 4 5 16 11 +5 19
11 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
12 Atalanta 14 3 7 4 17 17 0 16
13 Cagliari 14 3 5 6 14 19 -5 14
14 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
15 Lecce 14 3 4 7 10 19 -9 13
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner