Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   mán 14. apríl 2025 14:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Dijk: Stórt sumar hjá Liverpool
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn Virgil van Dijk býst við því að það sé stórt sumar í vændum hjá Liverpool.

Van Dijk er að verða samningslaus en það eru áreiðanlegar heimildir fyrir því að hann verði áfram hjá félaginu - rétt eins og Mohamed Salah.

Þó er Trent Alexander-Arnold væntanlega á förum frá Real Madrid og það þarf að endurnýja í nokkrum stöðum.

„Ég held að félagið sé að plana stórt sumar," sagði Van Dijk.

„Við verðum að treysta stjórninni að gera það rétta. Vonandi mun félagið berjast um titla næstu tímabilin."

Það er bara tímaspursmál hvenær Liverpool tryggir sér sigur í ensku úrvalsdeildinni; það mun gerast á næstu vikum.
Athugasemdir
banner