banner
   þri 14. maí 2019 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Jósef Kristinn er byrjaður að æfa á ný eftir meiðsli
Jósef Kristinn í leik með Stjörnunni síðasta sumar.
Jósef Kristinn í leik með Stjörnunni síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn, Jósef Kristinn Jósefsson hefur ekkert leikið með Stjörnunni það sem af er tímabili vegna meiðsla.

Jósef Kristinn tognaði á kálfa í vikunni fyrir leik Stjörnunnar og Vals í Meistarakeppni KSÍ og hefur því ekkert getað leikið með liðinu síðan þá.

Hann er byrjaði að æfa með liðinu á nýjan leik í síðustu viku og vonast til að geta farið að spila hvað úr hverju.

„Ég er byrjaður að æfa og síðan er það þjálfarans að ákveða hvort ég sé í leikmannahópnum eða ekki. Það kemur líklega betur í ljós eftir æfinguna í dag hvort ég sé orðinn leikfær fyrir næsta leik," sagði Jósef Kristinn í samtali við Fótbolta.net.

Stjarnan mætir Víkingi í 4. umferð Pepsi Max-deildarinnar annað kvöld klukkan 19:15 í Laugardalnum.

Leikir 4. umferðar:
HK - ÍBV (18:45 á morgun)
KA - Breiðablik (19:15 á morgun)
ÍA - FH (19:15 á morgun)
Víkingur R. - Stjarnan (19:15 á morgun)
Fylkir - Valur (19:15 á fimmtudag)
Grindavík - KR (19:15 á fimmtudag)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner