Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 14. maí 2019 17:00
Elvar Geir Magnússon
Robertson: Man City veit að við erum komnir til að vera
Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, segir að Englandsmeistarar Manchester City viti að Liverpool sé „komið til að vera".

Liverpool fékk 97 stig í ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili en missti þó af Englandsmeistaratitlinum.

„Við erum þéttur hópur með marga unga leikmenn," segir hinn 25 ára Robertson.

„Vonandi verðum við hér í mörg ár og verðum enn þroskaðri og reynslumeiri á næsta ári. Man City veit að við erum komnir til að vera og við vitum að þeir verða klárlega áfram í þessari stöðu. Þeir eru magnaðir."

„Maður krossleggur fingur og vonar að við missum engan leikmann. Við munum fara inn í næsta tímabil öflugri en nokkru sinni fyrr. Hvort við náum svipaðri frammistöðu á eftir að koma í ljós en við vonumst til þess."

Tímabilinu er ekki lokið hjá Liverpool en liðið mun etja kappi við Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þann 1. júní.
Athugasemdir
banner