Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   sun 14. maí 2023 20:21
Fótbolti.net
Með ólíkindum að Kjartan Henry sé enn inni á vellinum
Í tvígang í fyrri hálfleik átti Kjartan Henry að fá að líta rauða spjaldið.
Í tvígang í fyrri hálfleik átti Kjartan Henry að fá að líta rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Mér finnst Kjartan vera búinn að missa hausinn," sagði Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport í hálfleik í leik Víkings og FH.

Víkingar eru tveimur mörkum yfir furðulegt að Kjartan Henry Finnbogason sóknarmaður FH sé ekki kominn með rautt spjald. Reyndar fékk Kjartan ekki einu sinni gult spjald í fyrri hálfleiknum.

„Eftir að hafa séð endursýningar af þessum atvikum hjá Kjartani Henry þá verð ég að segja að það er með ólíkindum að maðurinn sé ennþá inni á vellinum," skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson sem textalýsir leiknum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

Kjartan sparkaði frá sér í baráttu við Birni Snæ Ingason og var nálægt því að sparka í andlitið á honum. Seinna í hálfleiknum var Nikolaj Hansen blóðugur eftir að hafa fengið olnbogaskot frá Kjartani í baráttu í teignum.

„Þetta er rautt spjald, sparkið áðan á líka að vera rautt spjald. Svo í marki tvö vill hann fá bakhrindingu og ýtir í bakið á Pétri (Guðmundssyni dómara). Ég verð að gefa Pétri gula spjaldið fyrir að taka ekki á því máli. Yngri og óreyndari leikmaður hefði alltaf fengið spjald. Það á ekki að vera þannig að það skipti máli hvað þú heitir," segir Máni Pétursson sérfræðingur á Stöð 2 Sport.

„Er íslenskur fótbolti ekki kominn með nóg af Kjartani Henry? Hann er bara inná vellinum til að reyna að slasa fólk," skrifar Einar Guðnason, fyrrum aðstoðarþjálfari Víkings, á Twitter.









Athugasemdir
banner
banner
banner