Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 14. júní 2022 22:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta deild-kvenna: Hildur sá um Þrótt og Blikar nú í öðru sæti
Hildur gerði eina mark leiksins.
Hildur gerði eina mark leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik fékk rautt í seinni hálfleik.
Nik fékk rautt í seinni hálfleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 0 - 3 Breiðablik
0-1 Hildur Antonsdóttir ('26 )
0-2 Hildur Antonsdóttir ('85 )
0-3 Alexandra Jóhannsdóttir ('89 )
Rautt spjald: Nik Anthony Chamberlain , Þróttur R. ('49)
Lestu um leikinn

Þetta hefur verið upp og niður sumar fyrir Breiðablik í Bestu deild kvenna, en þær gerðu virkilega vel í kvöld er þær heimsóttu Þróttara í Laugardalnum.

Á 26. mínútu dró til tíðinda. „Clara á frábæra sendingu í gegn á Hildi sem kemst rétt á undan Írisi í boltann og pikkar honum í autt markið," skrifaði Ingi Snær Karlsson er Hildur Antonsdóttir kom Blikum í forystu.

Þróttarar áttu fínar rispur í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að skapa sér nægilega hættuleg færi.

Í byrjun seinni hálfleiks var Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, sendur upp í stúku er dómarinn gaf honum rautt spjald. Edda Garðarsdóttir tók þá við stjórn liðsins.

Blikar voru sterkar í seinni hálfleiknum og þær náðu að innsigla sigurinn með tveimur mörkum undir lokin. Á 85. mínútu gerði Hildur gerði sitt annað mark og svo bætti landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir við þriðja markinu. Svekkjandi fyrir Þrótt sem fékk dauðafæri til að jafna um miðbik seinni hálfleiks. Ef þær hefðu skorað þar, þá hefði leikurinn örugglega spilast eitthvað öðruvísi.

Lokatölur 0-3 og er Breiðablik í öðru sæti með 18 stig núna þegar mótið er hálfnað. Þær eru fjórum stigum frá toppliði Vals og eru búnar að vinna fjóra leiki í röð í öllum keppnum.. Þróttur er í fimmta sæti með 16 stig - afar svekkjandi tap fyrir þær, sérstaklega þar sem þessi leikur var í Laugardalnum.

Önnur úrslit:
Besta deild-kvenna: ÍBV í öðru sæti eftir nauman útisigur
Besta deild-kvenna: Botnliðið sýndi karakter fyrir norðan
Besta deild-kvenna: Fullkomið fyrir topplið Vals
Athugasemdir
banner
banner