Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
   þri 14. júní 2022 21:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Stefán: Frammistaðan í fyrri hálfleik ömurleg og óboðleg
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er slæm," sagði Jón Stefán Jónsson annar þjálfara Þórs/KA eftir 3-3 jafntefli gegn KR á SaltPay Vellinum á Aureyri í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  3 KR

„Við eigum að vinna svona leik, eins mikið og maður á að vinna leiki, við ætlum okkur að vinna alla heimaleiki það eru fyrst og fremst vonbrigðin alveg óháð andstæðingnum."

Hann vildi lítið tjá sig um hvað fór fram í klefanum í hálfleik, hann var augljóslega ekki sáttur með frammistöðuna í fyrri hálfleiknum.

„Ég held að það sé ágætt að vera ekkert að hafa það eftir sem var sagt í hálfleik. Frammistaðan í fyrri hálfleik var ekki bara ekki góð, hún var ömurleg og óboðleg. Ef við hefðum spilað allan leikinn eins og í seinni hálfleik þá held ég að við báðir hefðum vitað hvernig þessi leikur hefði endað."

Jón Stefán var ekki ánægður með mörkin sem liðið fékk á sig í kvöld. Hann var ósáttur með varnarleik liðsins frá fremsta manni, liðið hefur fengið á sig 19 mörk í síðustu fimm deildarleikjum.

„Það gefur augaleið að þú vinnur ekki leiki þannig. Við erum að díla við einbeitingaleysi, allt í einu slokknar á okkur, það er mjög klassískt fyrir ung lið að það gerist en ég er ekki mjög áhyggjufullur yfir þessu."


Athugasemdir
banner