Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   þri 14. júní 2022 21:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Stefán: Frammistaðan í fyrri hálfleik ömurleg og óboðleg
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er slæm," sagði Jón Stefán Jónsson annar þjálfara Þórs/KA eftir 3-3 jafntefli gegn KR á SaltPay Vellinum á Aureyri í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  3 KR

„Við eigum að vinna svona leik, eins mikið og maður á að vinna leiki, við ætlum okkur að vinna alla heimaleiki það eru fyrst og fremst vonbrigðin alveg óháð andstæðingnum."

Hann vildi lítið tjá sig um hvað fór fram í klefanum í hálfleik, hann var augljóslega ekki sáttur með frammistöðuna í fyrri hálfleiknum.

„Ég held að það sé ágætt að vera ekkert að hafa það eftir sem var sagt í hálfleik. Frammistaðan í fyrri hálfleik var ekki bara ekki góð, hún var ömurleg og óboðleg. Ef við hefðum spilað allan leikinn eins og í seinni hálfleik þá held ég að við báðir hefðum vitað hvernig þessi leikur hefði endað."

Jón Stefán var ekki ánægður með mörkin sem liðið fékk á sig í kvöld. Hann var ósáttur með varnarleik liðsins frá fremsta manni, liðið hefur fengið á sig 19 mörk í síðustu fimm deildarleikjum.

„Það gefur augaleið að þú vinnur ekki leiki þannig. Við erum að díla við einbeitingaleysi, allt í einu slokknar á okkur, það er mjög klassískt fyrir ung lið að það gerist en ég er ekki mjög áhyggjufullur yfir þessu."


Athugasemdir
banner
banner