Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 14. júní 2024 11:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp sneri aftur á Anfield en í þetta sinn með bleikan kúrekahatt
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: EPA
Jurgen Klopp sneri aftur á Anfield í gær, stuttu eftir að hann hætti sem stjóri Liverpool eftir níu ára veru hjá félaginu.

Heimsókn Klopp á Anfield tengdist fótbolta ekki neitt; hann var einfaldlega mættur á tónleika sem voru haldnir á leikvanginum í gærkvöldi.

Taylor Swift, ein vinsælasta tónlistarkona heims, hélt tónleika á vellinum og Klopp lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.

„Ég er aftur í Liverpool og núna er Taylor tími," sagði Klopp í myndbandi sem hann birti á Instagram en hann setti svo inn mynd af sér með bleikan kúrekahatt.

Klopp er greinilega 'Swiftie' eins og aðdáendur Taylor Swift kalla sig gjarnan.




Athugasemdir
banner
banner
banner