Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   fös 14. júní 2024 23:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kroos magnaður - Önnur eins tölfræði hefur ekki sést áður
Toni Kroos í leiknum í kvöld
Toni Kroos í leiknum í kvöld
Mynd: EPA

Toni Kroos er að spila á sínu síðasta stórmóti en Þjóðverjinn mun leggja skóna á hilluna þegar mótinu lýkur.


Þessi 34 ára gamli miðjumaður hefur átt stórkostlegan feril en hann á eftir að bæta EM gullinu í safnið. Hann varð heimsmeistari með þýska landsliðinu á HM árið 2014.

EM fer fram í Þýskalandi í ár en opnunarleikurinn fór fram í kvöld þar sem heimamenn völtuðu yfir Skotland 5-1.

Frammistaða Kroos var stórkostleg en tölfræðin hans í leiknum hefur sjaldan eða aldrei sést áður frá því að mælingar hófust. Hann átti 102 sendingar í leiknum og aðeins ein rataði ekki á samherja. Þá heppnuðust allar 55 sendingar hans í fyrri hálfleik.

Hann átti m.a. stórkostlega sendingu fram völlinn á Joshua Kimmich sem lagði upp fyrsta mark leiksins á Florian Wirtz í kjölfarið.


Athugasemdir
banner
banner
banner