Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   þri 14. júlí 2015 14:27
Magnús Már Einarsson
BÍ/Bolungarvík fær þrjá erlenda leikmenn (Staðfest)
Senegali á reynslu
Jerson Dos Santos er kominn aftur til BÍ/Bolungarvíkur.  Hér er hann í leik með Fjarðabyggð árið 2013.
Jerson Dos Santos er kominn aftur til BÍ/Bolungarvíkur. Hér er hann í leik með Fjarðabyggð árið 2013.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Fabian Broich er á förum frá BÍ/Bolungarvík.
Fabian Broich er á förum frá BÍ/Bolungarvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
BÍ/Bolungarvík hefur ákveðið að blása í herlúðra fyrir síðari umferðina í 1. deild karla eftir vont gengi í fyrri umferðinni. BÍ/Bolungarvík hefur samið við þrjá nýja erlenda leikmenn og eru með þann fjórða til skoðunar.

BÍ/Bolungarvík er í langneðsta sæti í 1. deild með 4 stig, sjö stigum frá öruggu sæti en liðið hefur ákveðið að bæta í hópinn fyrir síðari umferðina.

„Það er annað hvort að gefast upp og vera aumingi eða blása í seglin og halda áfram," sagði Samúel Samúelsson formaður BÍ/Bolungarvíkur í samtali við Fótbolta.net í dag.

Nýju leikmennirnir sem um ræðir eru Fabrizio Prattico, Jerson Dos Santos og Randell Harrevelt.

Fabrizio er ítalskur markvörður en hann fyllir skarð Fabian Broich sem er á förum frá BÍ/Bolungarvík. Fabrizio var síðast á mála hjá Syrianska í sænsku B-deildinni.

Jerson Dos Santos spilaði með BÍ/Bolungarvík í 1. deildinni árið 2012 en árið eftir var hann á láni hjá Fjarðabyggð þar sem hann skoraði 13 mörk í 3. deildinni.

Harrevelt er síðan hollenskur framherji sem spilaði síðast í Belgíu.

Þá er senegalski kantmaðurinn Rideal Fall á reynslu hjá Vestfirðingum þessa dagana en hann hefur spilað í Noregi.

BÍ/Bolungarvík var með sjö erlenda leikmenn í leikmannahóp sínum í síðasta leik gegn Gróttu en auk Fabian er spænski framherjinn David Cruz Fernandez á förum frá liðinu í dag.

David kom til BÍ/Bolungarvíkur í vor en hann hefur skorað þrjú mörk í átta leikjum í 1. deildinni í sumar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner