Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 14. júlí 2019 15:30
Oddur Stefánsson
Pochettino: Verðum að læra af sársaukanum
Mauricio Pochettino segir að Tottenham þurfi að læra af sársaukanum að tapa úrslitum Meistaradeildarinnar til að halda í við Liverpool og Manchester City á þessu tímabili.

Tottenham tapaði 2 - 0 fyrir Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar og enduðu í fjórða sæti í deildinni eftir að titilvonir þeirra fjöruðu út.

Tottenham hefur styrkt sig í glugganum og keypti Tanguy Ndombele á metfé frá Lyon.

„Þetta var ótrúlegt tímabil en það er alltaf ömurlegt að tapa og ég óska Liverpool til hamingju og við verðum bara að vinna í gegnum sársaukan fyrir komandi tímabil."

Tímabil Tottenham hefst þegar þeir fá Aston Villa í heimsókn 10. ágúst.
Athugasemdir
banner