þri 14. júlí 2020 08:32
Magnús Már Einarsson
Klopp lét ósk Akinfenwa rætast - Hringdi á Whatsapp
Adebayo Akinfenwa.
Adebayo Akinfenwa.
Mynd: Getty Images
Wycombe Wanderers komst upp í ensku Championship-deildina í fyrsta sinn í 133 ára sögu félagsins með sigri á Oxford í úrslitum í umspili í gær.

Adebayo Akinfenwa, framherji Wycombe, hefur vakið athygli í ensku neðri deildunum í gegnum tíðina en hann er líklega líkamlega sterkasti leikmaðurinn í ensku deildarkeppninni.

Akinfenwa er mikill aðdáandi Liverpool og mætti meðal annars í treyju Liverpool á æfingu hjá Wycombe eftir að þeir rauðklæddu urðu enskir meistarar á dögunum.

Eftir sigurinn í umspilinu í gær óskaði Akinfenwa eftir því að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, myndi heyra í honum á whatsapp.

Klopp svaraði kallinu en hann hringdi í Akinfenwa og óskaði honum til hamingju eins og sjá má hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner