mið 14. júlí 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tindastóll fær tvær landsliðskonur (Staðfest)
Mynd: Aðsend
Tindastóll hefur fengið liðsstyrk fyrir seinni hluta Íslandsmótsins. Tvær landsliðskonur eru gengnar í raðir félagsins og eru komnar með leikheimild. Liðsstyrkurinn kemur frá Rúmenú og Moldóvu.

Tindastóll er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild og er í neðsta sæti eftir tíu umferðir.

Rúmenska landsliðskonan er framherji sem er 33 ára. Hún heitir Laura Rus sem spilaði síðast í rúmensku deildinni en hafði áður leikið með Verona og Anderlecht á síðustu árum. Hún hefur skorað átján landsliðsmörk ef marka má tölfræði Soccerway.

Árið 2018 var Laura tilnefnd í lið ársins hjá FIFPro.

Moldóvska landsliðskonan er miðjumaður sem er 25 ára. Hún heitir Nadejda Colesnicenco á að baki 25 A-landsleiki og hefur í þeim skorað eitt mark. Hún spilaði síðast í rúmensku deildinni.

Þær léku báðar síðast með Fortuna Becicherecu Mic í Rúmeníu.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner