Varnarmaðurinn efnilegi Alekss Kotlevs er búinn að skrifa undir samning við stórveldið úr Kópavogi, Breiðablik, eftir að hafa verið hjá Völsungi síðustu ár.
Alekss er aðeins 16 ára gamall og þykir gríðarlega efnilegur þar sem hann á þrjá leiki að baki með U15 landsliði Íslands og þrjá leiki fyrir U16 landslið Lettlands.
Hann er fjölhæfur varnarmaður þar sem hann er öflugur bæði í stöðu miðvarðar og sem hægri bakvörður.
Það verður áhugavert að fylgjast með framgangi hans hjá Blikum á næstu árum en Alekss hefur aldrei spilað keppnisleik fyrir meistaraflokk.
Athugasemdir