Velska stórveldið Cardiff City er búið að staðfesta komu enska varnarmannsins Calum Chambers til félagsins á frjálsri sölu.
Chambers gengur til liðs við Cardiff eftir tvö og hálft ár hjá Aston Villa, en þar áður hafði hann spilaði fyrir Southampton, Arsenal, Middlesbrough og Fulham.
Chambers er 29 ára gamall og á þrjá A-landsleiki að baki fyrir England eftir að hafa verið algjör lykilmaður upp yngri landsliðin.
Hann á flesta leiki að baki fyrir Arsenal, eða 122 talsins, en fékk aðeins að spila 36 leiki á dvöl sinni hjá Aston Villa.
Cardiff endaði um miðja Championship deild í fyrra, með 62 stig úr 46 umferðum.
??
— Cardiff City FC (@CardiffCityFC) July 14, 2024
Welcome to #CardiffCity, @CalumChambers95! ????#CityAsOne pic.twitter.com/HmaFaMDTwo
Athugasemdir