Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   sun 14. júlí 2024 14:50
Ívan Guðjón Baldursson
Joshua Zirkzee til Man Utd (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Manchester United er svo gott sem búið að staðfesta komu hollenska framherjans Joshua Zirkzee til félagsins.

Rauðu djöflarnir borga rúmlega 40 milljónir evra til að kaupa Zirkzee, sem gerir fimm ára samning við stórveldið.

Zirkzee er 23 ára gamall og vakti mikla athygli á sér á síðustu leiktíð fyrir góða frammistöðu með Bologna í ítalska boltanum, þar sem hann kom að 19 mörkum með beinum hætti í 37 leikjum.

Hann er fenginn til Man Utd til að berjast við Rasmus Höjlund um framherjastöðuna, en Zirkzee getur einnig spilað í holunni fyrir aftan Höjlund.

Það voru ýmis félög áhugasöm um Zirkzee í sumar og gerðu Rauðu djöflarnir vel að tryggja sér leikmanninn.


Athugasemdir
banner
banner