Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   mán 14. ágúst 2023 18:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur og KR búin að bjóða í Bjarna Guðjón
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Valur og KR hafa bæði boðið í Bjarna Guðjón Brynjólfsson leikmann Þórs. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net mun koma í ljós á næstunni og sennilega fyrir gluggalok annað kvöld hvert næsta skref leikmannsins verður, en nokkuð ljóst þykir að hann sé á förum frá Þór.

Breiðablik hefur einnig haft áhuga á unglingalandsliðsmanninum en félagið hefur samkvæmt heimildum ekki boðið í leikmanninn.

Bjarni er nítján ára miðjumaður sem á að baki ellefu leiki fyrir U19 landsliðið og í þeim skoraði hann eitt mark. Hann gekk upp úr því landsliði eftir lokakeppni EM í sumar. Þar byrjaði hann fyrsta leikinn en fékk rautt spjald og missti af leik tvö vegna rauðs spjalds. Hann kom svo aftur inn í byrjunarliðið í leik þrjú.

Hann á að baki 54 leiki í Lengjudeildinni og hefur í þeim skorað fjórtán mörk, fyrsti leikurinn kom sumarið 2020. Hann skoraði eitt af mörkum Þórs í 3-2 útisigri gegn Ægi á föstudag.

Þórsarar vilja halda Bjarna út tímabilið, vonast til að hann fari ekki fyrr en eftir tímabilið. Möguleiki er á því að hann verði keyptur og svo lánaður til baka út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner