„Þetta var ótrúelgt, við þurftum markalaust jafntefli til að komast áfram og við ætluðum að grinda þetta út," sagði Vilhjálmur Rúnarsson leikmaður Berserkja eftir að liðið tryggði sætið sitt í 3. deildinni á næsta ári.
Berserkir gerði markalaust jafntefli við Hvíta riddarann en það dugði til að komast upp þar sem liðið vann fyrri leikinn, 3-2.
Berserkir gerði markalaust jafntefli við Hvíta riddarann en það dugði til að komast upp þar sem liðið vann fyrri leikinn, 3-2.
„Hvíti riddarinn er með hörkulið og við hefðum viljað fá þá upp með okkur en þetta geggjað. Ég ætla að fá mér bjór í kvöld."
Vilhjálmur segir það hafa verið markmiðið allt árið að komast upp um deild.
„Við féllum úr 3. deild í fyrra og við erum með það öflugt lið að við erum alltof sterkir fyrir 4. deild," sagði Viljálmur.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir