Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   lau 14. september 2019 17:15
Ester Ósk Árnadóttir
Sveinn Óli: Við ætlum að halda okkur uppi
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta datt svolítið fyrir okkur í fyrri hálfleik. Þetta var bardagi. Við náum þessum tveimur mörkum og það gaf okkur sjálfstraust. Við þurftum það svolítið í dag," sagði Sveinn Óli fyrirliði Magna eftir sigur á Þrótti á Grenivíkurvelli í dag.

Lestu um leikinn: Magni 3 -  1 Þróttur R.

„Við vissum að þeir væru að koma úr erfiðu prógrammi ekki búnir að vinna leik lengi. Við ætluðum svolítið að þjarma að þeim og það gekk."

Lið Magna féll niður í síðari hálfleik og Þróttur pressaði þá og uppskáru mark á 89 mínútu.

„Þetta gerist einhvern veginn alltaf. Við dettum aðeins niður og þeir fá mómentið með sér. Hjartað sló aðeins hraðar í 2-1 en það var mjög gott að skora þriðja markið og afgreiða þetta."

Magna hefur gengið vel á seinni hluta tímabilsins og náð í 9 stig úr síðustu 5 leikjum.

„Það koma ferskir vindar inn í þetta. Við ákveðum að taka okkur taki sjálfir. VIð ætluðum alltaf að gera betur, það var svolítið þungt yfir okkur. Við náum fyrsta sigri snemma með nýjum þjálfara og þetta spinnst einhvern veginn saman."

Síðasti leikur Magna er á móti Þór. Fyrir þann leik er Magni í 10 sæti með 22 stig.

„Þetta hafa verið mjög skemmtilegir leikir hjá Þór og Magna hingað til þannig að ég er bara spenntur að fá að taka þátt í því. Við ætlum að halda okkur uppi, það er ekki spurning."

VIðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner