Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. september 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
AC Milan snýr aftur eftir sjö ára fjarveru - Zlatan meiddist í morgun
Zlatan ekki með á morgun.
Zlatan ekki með á morgun.
Mynd: EPA
AC Milan mætir Liverpool á Anfield á morgun. Það verður fyrsti leikur Milan í Meistaradeildinni síðan snemma árs 2014.

Milan og Liverpool mættust auðvitað í úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar árin 2005 og 2007.

Stærsta stjarna AC Milan, sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic, verður ekki með á morgun vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir á æfingu í morgun.

Síðasti leikur Milan í Meistaradeildinni var gegn Atletico Madrid í 16-liða úrslitum tímabilið 2013-2014.

Þá voru leikmenn eins og Kaka, Mario Balotelli, Keisuke Honda, Nigel de Jong og Philipe Mexes í hópnum hjá Milan.

Milan kemur inn í leikinn á morgun með fullt hús stiga úr fyrstu þremur leikjunum í Serie A. Liverpool er með tíu stig í ensku úrvalsdeildinni eftir fjórar umferðir.
Athugasemdir
banner
banner