Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
banner
   fim 14. september 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Akureyri.net 
13 ára spilaði í sigri á Blikum - Sú yngsta á þessari öld
watermark Bríet Fjóla Bjarnadóttir í leiknum gegn Blikum
Bríet Fjóla Bjarnadóttir í leiknum gegn Blikum
Mynd: Akureyri.net/Skapti Hallgrímsson
Bríet Fjóla Bjarnadóttir er nafn sem þarf að leggja á minnið en þessi 13 ára stelpa spilaði sinn fyrsta deildarleik í efstu deild er Þór/KA vann Breiðablik, 3-2, í Bestu deildinni í gær.

Þessi unga fótboltastelpa kom við sögu með Þór/KA 2 á undirbúningstímabilinu en hún spilaði þá á Kjarnafæðismótinu í 2-1 sigri á Völsungi.

Það var síðan í gær sem hún fékk loks tækifærið en hún spilaði síðustu mínúturnar gegn Blikum.

Bríet er 13 ára gömul, fædd í janúar 2010, en hún er yngsti leikmaðurinn til að spila í Bestu deildinni í sumar og gott betur en það því samkvæmt gögnum frá KSÍ er hún sú yngsta til að spila í efstu deild á þessari öld.

Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir átti það met en hún var 13 ára og rúmlega tíu mánaða er hún lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Grindavík árið 2011. Hún lék þrjá leiki til viðbótar á því tímabili.

Margrét Lára Viðarsdóttir var ný orðin 14 ára er hún lék sinn fyrsta leik fyrir ÍBV í Símadeildinni árið 2000 og þá hafa margar aðrar spilað sinn fyrsta leik nokkrum vikum og mánuðum eftir 14 ára afmælið.

Tilefnið var sérstakt fyrir hana og fjölskyldu hennar en leikurinn var sérstakur minningarleikur um Guðmund Sigurbjörnsson, afa hennar, en hann starfaði sem formaður Þórs áður en hann féll frá árið 1998, lang fyrir aldur fram.

Fjölskylda hans hefur reglulega staðið fyrir minningarleikjum síðan en þegar hann lést var settur á laggirnar minningarsjóður í hans nafni og í gær afhentu þeir Bjarni Freyr, faðir Bríetar, og Einar Már bróðir hans, Þór/KA, styrk upp á 750 þúsund krónur og rennur upphæðin óskipt í kvennaráð félagsins en þetta kemur fram í grein Skapta Hallgrímssonar á Akureyri.net.
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 23 15 4 4 52 - 19 +33 49
2.    Breiðablik 23 13 4 6 50 - 28 +22 43
3.    Þróttur R. 23 11 5 7 40 - 27 +13 38
4.    Stjarnan 23 11 5 7 33 - 25 +8 38
5.    Þór/KA 23 10 3 10 31 - 35 -4 33
6.    FH 23 8 5 10 31 - 32 -1 29
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner