Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   fim 14. september 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Ásgeir Sigurgeirs: Síðustu daga hefur þetta verið að stigmagnast
Ásgeir Sigurgeirsson.
Ásgeir Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er leikur sem við höfum beðið lengi eftir," sagði Ásgeir Sigurgeirsson, leikmaður KA, þegar Fótbolti.net ræddi við hann í dag.

Á laugardaginn spilar KA við Víking í úrslitaleik Mjólkurbikars karla. Þetta er fyrsti úrslitaleikur KA síðan 2004 og það er mikil tilhlökkun innan félagsins og hjá stuðningsmönnum.

„Það er komin mikil tilhlökkun," segir Ásgeir en hefur biðin eftir leiknum verið löng?

„Já og nei. Það hefur verið nóg að gera í millitíðinni. Það voru hlutir sem maður gat gleymt sér við. Stemningin í félaginu er geggjuð. Síðustu daga hefur þetta verið að stigmagnast. Við sjáum vonandi sem flesta Akureyringa á vellinum á laugardaginn."

KA missti af dögunum af sæti í efri hluta Bestu deildarinnar.

„Það voru auðvitað vonbrigði en við erum búnir að hrista það af okkur. Við stefnum á sigur á laugardaginn. Þetta er stærsti leikur ársins á Íslandi. Ef við vinnum leikinn, þá verður sumarið alltaf jákvætt," segir Ásgeir.

Andstæðingurinn á laugardaginn er ansi erfiður: Víkingar sem eru á toppi Bestu deildarinnar.

„Við þurfum bara að spila okkar leik og við megum ekki sýna þeim of mikla virðingu. Veðrið og aðstæður munu kannski hafa þannig áhrif á leikinn að menn geta ekki spilað sinn vanalega fótbolta. Það riðlar okkar skipulagi og þeirra. Við þurfum að nýta okkur veikleika í þeirra leik."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner