„Þetta er leikur sem við höfum beðið lengi eftir," sagði Ásgeir Sigurgeirsson, leikmaður KA, þegar Fótbolti.net ræddi við hann í dag.
Á laugardaginn spilar KA við Víking í úrslitaleik Mjólkurbikars karla. Þetta er fyrsti úrslitaleikur KA síðan 2004 og það er mikil tilhlökkun innan félagsins og hjá stuðningsmönnum.
Á laugardaginn spilar KA við Víking í úrslitaleik Mjólkurbikars karla. Þetta er fyrsti úrslitaleikur KA síðan 2004 og það er mikil tilhlökkun innan félagsins og hjá stuðningsmönnum.
„Það er komin mikil tilhlökkun," segir Ásgeir en hefur biðin eftir leiknum verið löng?
„Já og nei. Það hefur verið nóg að gera í millitíðinni. Það voru hlutir sem maður gat gleymt sér við. Stemningin í félaginu er geggjuð. Síðustu daga hefur þetta verið að stigmagnast. Við sjáum vonandi sem flesta Akureyringa á vellinum á laugardaginn."
KA missti af dögunum af sæti í efri hluta Bestu deildarinnar.
„Það voru auðvitað vonbrigði en við erum búnir að hrista það af okkur. Við stefnum á sigur á laugardaginn. Þetta er stærsti leikur ársins á Íslandi. Ef við vinnum leikinn, þá verður sumarið alltaf jákvætt," segir Ásgeir.
Andstæðingurinn á laugardaginn er ansi erfiður: Víkingar sem eru á toppi Bestu deildarinnar.
„Við þurfum bara að spila okkar leik og við megum ekki sýna þeim of mikla virðingu. Veðrið og aðstæður munu kannski hafa þannig áhrif á leikinn að menn geta ekki spilað sinn vanalega fótbolta. Það riðlar okkar skipulagi og þeirra. Við þurfum að nýta okkur veikleika í þeirra leik."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir