Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   fim 14. september 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Ásgeir Sigurgeirs: Síðustu daga hefur þetta verið að stigmagnast
Ásgeir Sigurgeirsson.
Ásgeir Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er leikur sem við höfum beðið lengi eftir," sagði Ásgeir Sigurgeirsson, leikmaður KA, þegar Fótbolti.net ræddi við hann í dag.

Á laugardaginn spilar KA við Víking í úrslitaleik Mjólkurbikars karla. Þetta er fyrsti úrslitaleikur KA síðan 2004 og það er mikil tilhlökkun innan félagsins og hjá stuðningsmönnum.

„Það er komin mikil tilhlökkun," segir Ásgeir en hefur biðin eftir leiknum verið löng?

„Já og nei. Það hefur verið nóg að gera í millitíðinni. Það voru hlutir sem maður gat gleymt sér við. Stemningin í félaginu er geggjuð. Síðustu daga hefur þetta verið að stigmagnast. Við sjáum vonandi sem flesta Akureyringa á vellinum á laugardaginn."

KA missti af dögunum af sæti í efri hluta Bestu deildarinnar.

„Það voru auðvitað vonbrigði en við erum búnir að hrista það af okkur. Við stefnum á sigur á laugardaginn. Þetta er stærsti leikur ársins á Íslandi. Ef við vinnum leikinn, þá verður sumarið alltaf jákvætt," segir Ásgeir.

Andstæðingurinn á laugardaginn er ansi erfiður: Víkingar sem eru á toppi Bestu deildarinnar.

„Við þurfum bara að spila okkar leik og við megum ekki sýna þeim of mikla virðingu. Veðrið og aðstæður munu kannski hafa þannig áhrif á leikinn að menn geta ekki spilað sinn vanalega fótbolta. Það riðlar okkar skipulagi og þeirra. Við þurfum að nýta okkur veikleika í þeirra leik."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir