De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fim 14. september 2023 20:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bojan ráðinn til starfa hjá Barcelona

Bojan Krkic fyrrum leikmaður Barcelona hefur verið ráðinn til starfa hjá félaginu.


Bojan er 33 ára gamall en hann lagði skóna á hilluna á þessu ári eftir tveggja ára dvöl hjá Vissel Kobe í Japan.

Hann mun starfa náið með Xavi stjóra aðalliðsins og Alesanco yfirmanni unglingastarfsins hjá félaginu. Hann mun fylgjast grant með þróun yngri leikmanna liðsins m.a. með því að fylgjast með þeim sem eru á láni frá félaginu.

Bojan er uppalinn hjá Barcelona og voru miklar væntingar gerðar til hans á sínum tíma en honum var líkt við Lionel Messi. Hann náði ekki að slá í gegn hjá Barcelona en hann lék sinn fyrsta leik árið 2007 en yfirgaf félagið árið 2014 og gekk til liðs við Stoke.

Hann lék með Eiði Smára Guðjohnsen hjá Barcelona frá 2007-2009. Hann varð þrefaldur spænskur meistari og vann bikarinn einu sinni. Þá var hann í liði Barcelona sem vann Meistaradeildina í tvígang.


Athugasemdir
banner
banner
banner