De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fim 14. september 2023 14:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gefa út yfirlýsingu vegna Sancho
Manchester United hefur gefið út yfirlýsingu til upplýsingar um stöðu mála hjá Jadon Sancho.

„Sancho mun æfa einn fjarri aðalliðshópnum á meðan hann bíður úrlausnar á agabroti," segir í yfirlýsingunni.

Sancho var ekki í leikmannahópi United í 3-1 tapinu gegn Arsenal í síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni og eftir leik sagði Erik ten Hag, stjóri Man Utd, að leikmaðurinn hefði ekki verið valinn út af lélegri frammistöðu á æfingasvæðinu.

Þessi ummæli fóru fyrir brjóstið á Sancho sem ákvað að svara Ten Hag á samfélagsmiðlum.

„Vinsamlegast ekki trúa öllu sem þið lesið! Ég mun ekki leyfa fólki að komast upp með að segja lygasögur um mig. Ég hef staðið mig mjög vel á æfingum þessa vikuna og ég trúi að það séu aðrar ástæður að baki þess að ég sé ekki valinn í hópinn. Ég ætla ekki að fara ofan í saumana á þeim ástæðum, en ég hef verið blóraböggullinn alltof lengi og það finnst mér ekki sanngjarnt," sagði hinn 23 ára gamli Sancho sem hefur núna eytt færslu sinni.

Það er ljóst að Sancho verður ekki hluti af liðinu á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner