De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fim 14. september 2023 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Joao Felix getur orðið einn sá besti"

Joao Felix hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár en hann var á láni frá Atletico Madrid hjá Chelsea á síðustu leiktíð.


Samband hans og Diego Simeone stjóra Atletico er stirt og var hann lánaður til Barcelona í sumar.

Enrique Cerezo forseti Atletico Madrid hefur mikla trú á honum og minnir fólk á að hann sé enn leikmaður Atletico.

„Leyfið honum að sýna öllum hæfileikana sína. Hann getur orðið einn sá besti í Evrópu á næstu tveimur árum. Ég er sannfærður um að hann muni gera það hjá Barcelona. Ég minni fólk á að hann er enn leikmaður Atletico Madrid,"


Athugasemdir
banner
banner