Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
   fim 14. september 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Leikplanið klárt fyrir laugardaginn - „Við vitum hvar við getum meitt þá"
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst mjög vel í mig, við erum orðnir spenntir fyrir þessum degi," segir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, í samtali við Fótbolta.net.

Á laugardaginn leikur KA til úrslita í Mjólkurbikarnum gegn Víkingum á Laugardalsvelli.

„Við erum að æfa fyrir norðan, tökum æfingu á morgun, fljúgum svo suður og gistum hér. Við erum að æfa fyrir norðan en við höfum ákveðið að æfa á grasi fyrir þennan leik til að vera sem best undirbúnir."

KA fór síðast í úrslitaleik bikarkeppninnar árið 2004 þegar liðið tapaði á móti Keflavík.

„Þetta er mjög stór leikur, en við erum líka búnir að upplifa frábæra leiki í Evrópukeppninni. Við höfum verið að skrifa söguna í KA. Við vorum gríðarlega ánægðir með þá keppni. Við ætlum að gera allt sem við getum til að vinna þennan titil á móti flottu Víkingsliði. Ef það tekst þá verðum gríðarlega ánægðir."

Víkingar eru á toppi Bestu deildarinnar og þeir eru búnir að vera handhafar Mjólkurbikarsins í meira en 1400 daga.

„Það skiptir mig svo sem engu máli. Við mætum góðu liði. Við erum búnir að skoða þá vel og við vitum hvar við getum meitt þá. Við vitum hvað við þurfum að undirbúa okkur vel. Leikplanið er klárt og svo er það að mæta leikinn með sigurhugarfar," sagði Hallgrímur.„Við þekkjum Víking vel en við erum búnir að spila á móti mörgum góðum liðum í sumar. Við vitum hvar við getum meitt þá og ætlum að reyna að gera það á laugardaginn."

Hallgrímur býst við góðum stuðningi á vellinum á laugardaginn, um 1500 KA-mönnum. „Vonandi getum við gefið þeim æðislegan dag."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner