De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fim 14. september 2023 10:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Móðir Maguire búin að fá nóg: Óska engum svona misnotkun!
Harry Maguire, leikmaður Manchester United, hefur mátt þola mikla gagnrýni undanfarin ár. Eftir að hafa byrjað nokkuð vel hjá félaginu eftir komuna frá Leicester sumarið 2019 náði hann ekki að halda áfram að sýna sínar bestu hliðar og fékk hann stuðningsmenn félagsins á móti sér.

Þessi fyrrum fyrirliði United lenti í neikvæðum spíral sem tengdi sig einnig inn í enska landsliðið og hann hefur ekki enn komist úr. Nú hefur móðir hans tjáð sig á Instagram um gagnrýnina sem sonurinn hefur fengið.

„Sem móðir er skammarlegt að sjá hversu neikvæðar og móðgandi athugasemdir sonur minn fær frá sumum aðdáendum, spekingum og fjölmiðlum, algjörlega óásættanlegt fyrir hvaða stétt sem er. Ég var þarna í stúkunni eins og venjulega, það er ekki ásættanlegt það sem búið er að búa til, út af engu," skrifar Zoe Maguire.

„Mér skilst að í fótboltaheiminum séu hæðir og lægðir, jákvæðar og neikvæðar en það sem Harry fær hefur farið langt út fyrir "fótbolta"."

„Að sjá hann ganga í gegnum það sem hann er að ganga í gegnum er ekki í lagi fyrir mér. Ég myndi hata að sjá aðra foreldra eða leikmenn ganga í gegnum þetta í framtíðinni, sérstaklega ungu strákana og stelpurnar sem eru að brjóta sér leið í gegn í dag."

„Harry er með stórt hjarta og það er mikilvægt að hann er andlega sterkur og ræður við það sem aðrir kannski geta ekki gert. Ég óska engum svona misnotkun!"
skrifar Zoe að lokum.

Skotarnir létu Harry heyra það
Maguire var í byrjunarliði Englands gegn Skotlandi á þriðjudag. Hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í 3-1 sigri Englendinga og fékk hann að heyra það frá stuðningsmönnum Skotlands.

„Ég er kannski ekki orðinn vanur þessu, en ég get tekið þessu. Þetta tekur pressuna af liðsfélögum mínum og setur hana alla á mig," sagði Maguire nokkuð léttur yfir skotunum frá þeim skosku.

„Þeir geta þá spilað betur fyrir vikið. Við vissum að þegar þjóðsöngurinn myndi byrja þá myndu þeir ekki sýna honum virðingu, við vissum að þetta yrði fjandsamlegt og í seinni hálfleik þá fékk ég mest af því. Ég get tekið því, ekki hafa áhyggjur af því," sagði Maguire.

Sjá einnig:
Maguire: Ég vil spila
Athugasemdir
banner
banner
banner