De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fim 14. september 2023 17:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Palhinha framlengir óvænt við Fulham (Staðfest)

Joao Palhinha hefur skrifað undir nýjan samning við Fulham sem gildir út tímabilið 2028. Félagið hefur möguleika á að framlengja um eitt ár í viðbót.


Þetta er ansi óvænt í ljósi þess að þessi 28 ára gamli Portúgali var nálægt því að ganga til liðs við Bayern Munchen í sumar.

„Ég er ánægður. Mikið hefur gengið á undanfarnar vikur, þið hafið heyrt mikið um framtíðina mína en ég er einbeittur á vinnuna mína hjá Fulham," sagði Palhinha.

„Ég hef alltaf lagt mig 100% fram fyrri félagið og ég ber alla mína virðingu til félagsins og stuðningsmannanna. Þeir hafa stutt mig frá fyrsta degi, ég og fjölskyldan mín hafa fundið fyrir því frá því ég kom."

Palhinha gekk til liðs við Fulham síðasta sumar frá Sporting. Hann lék 40 leiki á síðustu leiktíð og skoraði fjögur mörk.

Fulham staðfesti einnig að miðjumaðurinn Harrison Reed hafi skrifað undir samning til ársins 2027. Þessi 28 ára gamli miðjumaður gekk til liðs við félagið frá Southampton árið 2019 og hefur leikið 145 leiki fyrir félagið.


Athugasemdir