Arsen Zakharyan var einn af fyrstu leikmönnunum sem Todd Bohely eigandi Chelsea ætlaði að fá til félagsins eftir að hann keypti félagið. Zakharyan valdi Real Sociedad framyfir Lundúnarliðið.
Þessi tvítugi Rússi gekk til liðs við Sociedad frá Dynamo Moskvu í heimalandinu en hann staðfesti að hann hafnaði því að ganga til liðs við Chelsea.
„Fyrir mér var meira spennandi að koma til Real Sociedad en að fara til Chelsea. Það var raunhæfari möguleikinn. Ég áttaði mig á því að ég var leikmaður Sociedad þegar ég skrifaði undir, ég hafði smá áhyggjur í viðræðunum en ég er kominn hingað," sagði Zakharyan.
Zakharyan hefur komið inn á sem varamaður í tveimur leikjum hjá Sociedad á tímabilinu. Sociedad er með sex stig í 6. sæti spænsku deildarinnar eftir fjórar umferðir.