Jadon Sancho var ekki í leikmannhópi Manchester United þegar liðið tapaði 3-1 gegn Arsenal um síðustu helgi. Erik ten Hag stjóri liðsins sagði að leikmaðurinn hafi ekki staðið sig nægilega vel á æfingum liðsins.
Sancho svaraði gagnrýninni á samfélagsmiðlum í kjölfarið.
„Vinsamlegast ekki trúa öllu sem þið lesið! Ég mun ekki leyfa fólki að komast upp með að segja lygasögur um mig. Ég hef staðið mig mjög vel á æfingum þessa vikuna og ég trúi að það séu aðrar ástæður að baki þess að ég sé ekki valinn í hópinn. Ég ætla ekki að fara ofan í saumana á þeim ástæðum, en ég hef verið blóraböggullinn alltof lengi og það finnst mér ekki sanngjarnt," sagði hinn 23 ára gamli Sancho sem hefur núna eytt færslu sinni.
Hann hefur nú verið settur í agabann og æfir ekki með aðalliðinu en The Athletic greinir frá því að það sé vegna þess að hann neiti að biðjast afsökunnar á ummælum sínum.
Hann verður því ekki í leikmannahópi liðsins fyrr en lausn finnst á málinu. Liðið mætir Brighton á laugardaginn í úrvalsdeildinni.
Sjá einnig:
Gefa út yfirlýsingu vegna Sancho