De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fim 14. september 2023 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tomiyasu þurfti að bæta sjálfstraustið - Landsleikrnir hjálpuðu mikið

Japanska landsliðið gerði frábæra hluti í vikunni en liðið vann Þýskaland á laugardaginn og Tyrkland á þriðjudaginn.


Takehiro Tomiyasu bakvörður Arsenal og japanska landsliðsins lék allan leikinn gegn Þýskalandi en kom inn á sem varamaður gegn Tyrklandi.

Hann hefur komið við sögu í öllum leikjunum hjá Arsenal á tímabilinu fyrir utan leikinn gegn Fulham sem var eini leikurinn sem liðið missteig sig í. Hann var þá í banni eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Crystal Palace.

Tomiyasu sagði í viðtali að hann þurfti mikið á þessu landsleikjahléi að halda.

„Ég þurfti að endurheimta sjálfstraust. Ég velti því fyrir mér hvort það hafi orðið vandamál. Þetta er annað hjá Arsenal, ef þú spyrð mig hvort ég geti gert þetta hjá Arsenal, það er önnur saga. Ég þarf að gera mitt besta til að tryggja stöðu mína í hópnum," sagði Tomiaysu.

„Ég fékk mikið sjálfstraust miðað við hvernig ég spilaði í þessum tveimur landsleikjum. Þetta er krefjandi hjá Arsneal svo ef þú spyrð mig hvort ég sé algjörlega búinn að fá sjálfstraustið get ég ekki játað 100%."

„Mér finnst ég vera að gera vel hjá Arsenal. Ég þarf bara að vera sjálfsöruggur þegar ég er þar. Það voru tímar sem ég missti sjálfstraustið og fór að hugsa ýmislegt."


Athugasemdir
banner
banner