Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   lau 14. september 2024 18:03
Brynjar Óli Ágústsson
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Lengjudeildin
<b>Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis.</b>
Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Tilfinningin er bara ágæt. Ekki viss um að mörk lið eru tilbúin að leggja svona mikið á sig eins og liðið mitt í dag,'' segir Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, eftir 1-1 jafntefli gegn ÍBV í lokaumferð Lengjudeildarinnar.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 ÍBV

„Strákarnir sýndu heldur betur karakter og gerðu allt til að reyna vinna þennan leik. Við lentum í smá veseni í yfirspilinu því þeir eru með gríðarlega gott pressulið og við þurftum aðeins að kingja stoltinu með að spila út frá markinu og koma boltanum upp völlinn,''

Það voru ekki allir sammála að dómurinn var réttur þegar ÍBV fær víti í loka mínútur leiksins.

„Mér fannst hann bara stór furðulegurog núna er ég búinn að sjá þetta aftur og það er bara eyjamaður sem sparkar í Ómar og fær vítaspyrnuna,''

Leiknir enda í 8. sæti tímabilsins. Spurt var Óla hans álit á tímabil Leiknis eftir að hann tok yfir sem þjálfari.

„Ég er ótrúlega ánægður með þau skref sem við tókum fram á við í tímabilinu. Við erum ekki búnir að tapa núna átta fótboltaleikjum í röð, ef mótið væri flautað á í dag væri gaman að sjá hvar við gætum endað,''

Ólafur var spurður út í hans framtíð sem þjálfari Leiknis.

„Ég verð pottþétt í Leiknir næsta ári, en í hvaða hlutverki ég verð í verður að koma í ljós.'' segir Ólafur Hrannar í lokinn.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner