Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   lau 14. september 2024 18:03
Brynjar Óli Ágústsson
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Lengjudeildin
<b>Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis.</b>
Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Tilfinningin er bara ágæt. Ekki viss um að mörk lið eru tilbúin að leggja svona mikið á sig eins og liðið mitt í dag,'' segir Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, eftir 1-1 jafntefli gegn ÍBV í lokaumferð Lengjudeildarinnar.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 ÍBV

„Strákarnir sýndu heldur betur karakter og gerðu allt til að reyna vinna þennan leik. Við lentum í smá veseni í yfirspilinu því þeir eru með gríðarlega gott pressulið og við þurftum aðeins að kingja stoltinu með að spila út frá markinu og koma boltanum upp völlinn,''

Það voru ekki allir sammála að dómurinn var réttur þegar ÍBV fær víti í loka mínútur leiksins.

„Mér fannst hann bara stór furðulegurog núna er ég búinn að sjá þetta aftur og það er bara eyjamaður sem sparkar í Ómar og fær vítaspyrnuna,''

Leiknir enda í 8. sæti tímabilsins. Spurt var Óla hans álit á tímabil Leiknis eftir að hann tok yfir sem þjálfari.

„Ég er ótrúlega ánægður með þau skref sem við tókum fram á við í tímabilinu. Við erum ekki búnir að tapa núna átta fótboltaleikjum í röð, ef mótið væri flautað á í dag væri gaman að sjá hvar við gætum endað,''

Ólafur var spurður út í hans framtíð sem þjálfari Leiknis.

„Ég verð pottþétt í Leiknir næsta ári, en í hvaða hlutverki ég verð í verður að koma í ljós.'' segir Ólafur Hrannar í lokinn.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner