Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   lau 14. september 2024 18:03
Brynjar Óli Ágústsson
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Lengjudeildin
<b>Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis.</b>
Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Tilfinningin er bara ágæt. Ekki viss um að mörk lið eru tilbúin að leggja svona mikið á sig eins og liðið mitt í dag,'' segir Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, eftir 1-1 jafntefli gegn ÍBV í lokaumferð Lengjudeildarinnar.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 ÍBV

„Strákarnir sýndu heldur betur karakter og gerðu allt til að reyna vinna þennan leik. Við lentum í smá veseni í yfirspilinu því þeir eru með gríðarlega gott pressulið og við þurftum aðeins að kingja stoltinu með að spila út frá markinu og koma boltanum upp völlinn,''

Það voru ekki allir sammála að dómurinn var réttur þegar ÍBV fær víti í loka mínútur leiksins.

„Mér fannst hann bara stór furðulegurog núna er ég búinn að sjá þetta aftur og það er bara eyjamaður sem sparkar í Ómar og fær vítaspyrnuna,''

Leiknir enda í 8. sæti tímabilsins. Spurt var Óla hans álit á tímabil Leiknis eftir að hann tok yfir sem þjálfari.

„Ég er ótrúlega ánægður með þau skref sem við tókum fram á við í tímabilinu. Við erum ekki búnir að tapa núna átta fótboltaleikjum í röð, ef mótið væri flautað á í dag væri gaman að sjá hvar við gætum endað,''

Ólafur var spurður út í hans framtíð sem þjálfari Leiknis.

„Ég verð pottþétt í Leiknir næsta ári, en í hvaða hlutverki ég verð í verður að koma í ljós.'' segir Ólafur Hrannar í lokinn.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner