Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   mán 14. október 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Martial gæti komið til baka gegn Liverpool
Anthony Martial, framherji Manchester United, snýr líklega aftur til æfinga í vikunni eftir að hafa verið frá keppni síðan í ágúst vegna meiðsla á læri.

Martial gæti náð að koma við sögu í leiknum gegn Liverpool á sunnudaginn.

Manchester United hefur verið í miklu basli með sóknarleikinn undanfarnar vikur og Martial hefur verið sárt saknað.

Síðan Martial meiddist hefur Manchester United einungis skorað fimm mörk í átta leikjum og einungis unnið tvo þeirra.
Athugasemdir
banner