Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. október 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
„Kerfi sem við erum ekki vön að keppa á móti"
Ein af fyrirgjöfum Real í leiknum.
Ein af fyrirgjöfum Real í leiknum.
Mynd: Getty Images
Real Madrid vann sannfærandi og öruggan 5-0 sigur á Breiðabliki í 2. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær. Sigur Real var aldrei í hættu og var talsverður gæðamunur á liðunum tveimur.

Real spilaði leikkerfið 3-5-2 með vængbakverði og átti liðið auðvelt með að nýta sér vængbakverðina í sínum sóknarleik.

„Þetta var erfitt kvöld. Við vor­um skref­inu á eft­ir frá byrj­un og það var vont að fá á sig fyrsta markið svona snemma. Við hefðum líka auðveld­lega getað komið í veg fyr­ir helm­ing mark­anna," sagði Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir leikinn.

„Í fyrsta lagi var þetta kerfi sem við erum ekki vön að keppa á móti. Við vor­um að spila á móti mjög góðu liði og kannski vor­um við ekki til­bún­ar. Við eig­um ekki að tapa 0:5 á móti þessu liði," sagði Ásta.

Breiðablik er án stiga eftir fyrstu tvo leikina en fyrirliðinn segir að riðillinn sé ekki búinn og liðið ætli sér að ná í úrslit í leikjunum í nóvember.

Fréttin er byggð á umfjöllun mbl.is eftir leikinn í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner