Eddie Howe, stjóri Newcastle, er á lista Manchester United ef Erik ten Hag verður rekinn.
Þetta kemur fram á Daily Express.
Þetta kemur fram á Daily Express.
Howe hefur gert flotta hluti með Newcastle og þar áður með Bournemouth. Hann hefur síðustu vikur verið orðaður við enska landsliðið.
Dan Ashworth, yfirmaður fótboltamála hjá Man Utd, er með góða tengingu við Howe eftir að hafa unnið með honum hjá Newcastle. Það var mikil dramatík í kringum það þegar United sótti Ashworth frá Newcastle og spurning hvort félagið sé tilbúið að sækja annan mann þaðan.
Ten Hag er afar valtur í sessi eftir erfiða byrjun á tímabilinu og er Howe enn eitt nafnið sem bætist í umræðuna um starfið hjá United.
Athugasemdir